Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:51 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54
32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45