Heppinn að sleppa lifandi frá háskalegri viðureign við bílaþjóf í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 10:13 Þessa bíls er nú leitað af Hilmar og lögreglu. Hilmar biður lesendur Vísis að hafa hjá sér augun, ef þeir sjá dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963 og hafa þá samband við lögreglu eða sig í síma 762-3105. Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í. Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira