Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 17:37 Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Vísir Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira