Fótbolti

Fyrsti sigur botnliðsins kom geg taplausu liði Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birmingham vann óvæntan sigur gegn Arsenal í dag.
Birmingham vann óvæntan sigur gegn Arsenal í dag. Catherine Ivill/Getty Images

Birmingham varð í dag fyrsta liðið til að sigra Arsenal í Ofurdeild kvenna á Englandi. Lokatölur urðu 2-0 og sigurinn lyfti Birmingham úr botnsætinu.

Libby Smith kom heimakonum í Birmingham yfir strax á þriðju mínútu áður en Veatriki Sarri kom liðinu í 2-0 stuttu fyrir hálfleik.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Birmingham. Eins og áður segir var þetta fyrsta tap Arsenal í deildinni á tímabilinu, en liðið hafði unnið átta og gert eitt jafntefli fyrir leik dagsins.

Sigurinn lyfti Birmingham upp af botninum, en liðið situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir ellefu leiki. Arsenal trónir sem fyrr á toppnum með 25 stig eftir tíu leiki, fjórum stigum meira en Chelsea sem á leik til góða.

Birmingham er eina liðið til að koma í veg fyrir að Arsenal-liðið skori á tímabilinu ásamt Evrópumeisturum Barcelona og ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Arsenal hafði skorað 66 mörk í 22 leikjum fyrir leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×