Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 14:01 Liðsfélagarnir og vinirnir Tom Brady og Rob Gronkowski hjá Tampa Bay Buccaneers Getty/Jared C. Tilton Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira