Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk Gunnarsdóttir með soninn, Ragnar Frank Árnason. twitter síða ödu hegerberg Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus.
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira