Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 20:32 Daulet Bekey og Gulzhan Abdikadyrova ættleiddu Rakhmetzhan Khalid við fæðingu og hann er að verða sex ára á miðvikudag. Hann er nú fastur hjá systur Gulzhan á hættusvæði í Kasakstan, af því að íslensk stjórnvöld hafa ekki enn kannast við ættleiðingu foreldranna á syni sínum. Það hafa kasöksk stjórnvöld þó þegar gert. Vísir/Egill Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum. Það er ljóst að Gulzhan og Daulet verða ekki með barninu sínu á sex ára afmælisdegi þess á miðvikudaginn. Barnið verður í Kasakstan hjá systur Gulzhan, þar sem það hefur dvalið á meðan Útlendingastofnun og sýslumaður skiptast á að senda verkefnið á milli sín. Útlendingastofnun hefur sagst munu veita barninu dvalarleyfi eins og foreldrunum, að því gefnu að sýslumaðurinn staðfesti ættleiðingu foreldranna á barninu. Sú gekk formlega í gegn í Kasakstan fyrr á þessu ári. Foreldrarnir ná varla sambandi við fjölskylduna í Kasakstan eða við son sinn, þar sem kasöksk yfirvöld hafa slökkt á internetinu í landinu vegna sögulegra óeirða. „Fyrir nokkrum dögum voru þrjú börn skotin til bana af hernum,“ segir faðir barnsins í samtali við fréttastofu, Daulet Bekey. „Við erum hrædd við þetta, þetta er ekki öruggt,“ segir hann. Hjónin ættleiddu son sinn frá systur konunnar og hafa frá fyrsta degi verið foreldrar barnsins. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem dómur í Kasakstan staðfesti ættleiðinguna með lögum og foreldrunum var ráðlagt að klára að ganga frá því ferli áður en þau tækju barnið með sér til endanlegrar dvalar á Íslandi. Feðgarnir við Tjörnina.Aðsend mynd Síðan breyttist staðan mjög hratt. Mótmæli sem hófust í landinu í vikunni hafa undið upp á sig, vel á annað hundrað mótmælenda eru látnir og neyðarástandið er algert. Almaty-hérað, þar sem barnið er statt, hefur orðið hvað verst úti í átökum undanfarinna daga. Gulzhan Abdikadyrova, móðir barnsins, segist sakna sonar síns á hverjum degi. Hún rifjar upp símtal frá honum, þegar enn var símasamband á milli landanna: „Hann var heima og hann tók símann og sendi mér skilaboð. Mamma Gulzhan, ætlarðu að sækja mig? Hvenær ætlarðu að sækja mig? Af hverju kemurðu ekki? Og svo sagði hann: Mamma Gulzhan, ég elska þig. Þetta var mjög erfitt því ég get ekki útskýrt þetta fyrir honum,“ segir Gulzhan. Vilja veita barni sínu ást og umhyggju Það sem Gulzhan getur ekki útskýrt fyrir barni sínu er að sýslumaður neitar að flýta fyrir umsókninni, þrátt fyrir neyðarástand. Það eina sem íslensk stjórnvöld þurfa að gera samkvæmt lögmanni fólksins er að samþykkja ættleiðingu sem þegar er gengin í gegn og það í samræmi við alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að. „Barnið er þar af leiðandi forsjárlaust úti í Kasakstan af því að kynforeldrar fara ekki með forsjá barnsins lengur. Það er klárlega ekki þessu barni fyrir bestu að vera í hættu þarna úti, þar sem það getur í raun átt von á því að vera í lífshættu. Það er klárlega þessu barni fyrir bestu að klára að fara yfir þessi gögn í einum grænum og koma þessu barni heim,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður fólksins. Í bréfi með umsókn um ættleiðingu sem hjónin sendu sýslumanninum segir: „Í kjölfar aðstæðna óskum við hjónin þess að okkur verði veitt heimild til þess að koma með barnið okkar til Íslands svo við getum lifað saman sem fjölskylda og séð barnið okkar dafna og þroskast og veitt því ást og umhyggju eftir svo langan aðskilnað.“ Þegar hefur öllum gögnum verið skilað til sýslumanns, sem hefur gefið það upp að hann telji sig enga undanþágu geta veitt frá málsmeðferð eða þá flýtt fyrir meðferð. Málið muni geta tekið mörg ár og í öllu falli aldrei aðeins nokkra mánuði. Kasakstan Tengdar fréttir Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Það er ljóst að Gulzhan og Daulet verða ekki með barninu sínu á sex ára afmælisdegi þess á miðvikudaginn. Barnið verður í Kasakstan hjá systur Gulzhan, þar sem það hefur dvalið á meðan Útlendingastofnun og sýslumaður skiptast á að senda verkefnið á milli sín. Útlendingastofnun hefur sagst munu veita barninu dvalarleyfi eins og foreldrunum, að því gefnu að sýslumaðurinn staðfesti ættleiðingu foreldranna á barninu. Sú gekk formlega í gegn í Kasakstan fyrr á þessu ári. Foreldrarnir ná varla sambandi við fjölskylduna í Kasakstan eða við son sinn, þar sem kasöksk yfirvöld hafa slökkt á internetinu í landinu vegna sögulegra óeirða. „Fyrir nokkrum dögum voru þrjú börn skotin til bana af hernum,“ segir faðir barnsins í samtali við fréttastofu, Daulet Bekey. „Við erum hrædd við þetta, þetta er ekki öruggt,“ segir hann. Hjónin ættleiddu son sinn frá systur konunnar og hafa frá fyrsta degi verið foreldrar barnsins. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem dómur í Kasakstan staðfesti ættleiðinguna með lögum og foreldrunum var ráðlagt að klára að ganga frá því ferli áður en þau tækju barnið með sér til endanlegrar dvalar á Íslandi. Feðgarnir við Tjörnina.Aðsend mynd Síðan breyttist staðan mjög hratt. Mótmæli sem hófust í landinu í vikunni hafa undið upp á sig, vel á annað hundrað mótmælenda eru látnir og neyðarástandið er algert. Almaty-hérað, þar sem barnið er statt, hefur orðið hvað verst úti í átökum undanfarinna daga. Gulzhan Abdikadyrova, móðir barnsins, segist sakna sonar síns á hverjum degi. Hún rifjar upp símtal frá honum, þegar enn var símasamband á milli landanna: „Hann var heima og hann tók símann og sendi mér skilaboð. Mamma Gulzhan, ætlarðu að sækja mig? Hvenær ætlarðu að sækja mig? Af hverju kemurðu ekki? Og svo sagði hann: Mamma Gulzhan, ég elska þig. Þetta var mjög erfitt því ég get ekki útskýrt þetta fyrir honum,“ segir Gulzhan. Vilja veita barni sínu ást og umhyggju Það sem Gulzhan getur ekki útskýrt fyrir barni sínu er að sýslumaður neitar að flýta fyrir umsókninni, þrátt fyrir neyðarástand. Það eina sem íslensk stjórnvöld þurfa að gera samkvæmt lögmanni fólksins er að samþykkja ættleiðingu sem þegar er gengin í gegn og það í samræmi við alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að. „Barnið er þar af leiðandi forsjárlaust úti í Kasakstan af því að kynforeldrar fara ekki með forsjá barnsins lengur. Það er klárlega ekki þessu barni fyrir bestu að vera í hættu þarna úti, þar sem það getur í raun átt von á því að vera í lífshættu. Það er klárlega þessu barni fyrir bestu að klára að fara yfir þessi gögn í einum grænum og koma þessu barni heim,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður fólksins. Í bréfi með umsókn um ættleiðingu sem hjónin sendu sýslumanninum segir: „Í kjölfar aðstæðna óskum við hjónin þess að okkur verði veitt heimild til þess að koma með barnið okkar til Íslands svo við getum lifað saman sem fjölskylda og séð barnið okkar dafna og þroskast og veitt því ást og umhyggju eftir svo langan aðskilnað.“ Þegar hefur öllum gögnum verið skilað til sýslumanns, sem hefur gefið það upp að hann telji sig enga undanþágu geta veitt frá málsmeðferð eða þá flýtt fyrir meðferð. Málið muni geta tekið mörg ár og í öllu falli aldrei aðeins nokkra mánuði.
Kasakstan Tengdar fréttir Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43
Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent