Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 10. janúar 2022 20:41 Margrét Friðriksdóttir er mikill talsmaður lyfsins Ivermektín. Getty Images/Stöð 2 Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19. Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira