Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. janúar 2022 07:00 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá Eflu segir einkenni af völdum myglusvepps keimlík langvarandi einkennum af Covid og eins er kulnun stundum greind hjá starfsfólki, sem í raun er að upplifa einkenni af völdum myglusvepps. Þá hefur fólk stundum áttað sig á því að heilsan batnar eftir langan tíma í fjarvinnu í Covid. Vísir/Vilhelm Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. „Það er oft hægt að sjá ákveðið mynstur í einkennum ef loftgæði á vinnustað eru slæm, einkenni aukast á mánudegi og eru oft verst í lok dags og enn verri þegar líður á vikuna. Síðan minnka eða hverfa einkenni og eru jafnvel farin á sunnudagskvöldi. Einnig finnur fólk þessi einkenni minnka eða hverfa í fríum,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá Eflu um það hvernig sumt fólk upplifir áhrif myglusvepps á vinnustað. Sem Covid er mögulega stundum að koma upp um. „Eitt af því sem fylgir nýrri heimsmynd er að starfsfólk hefur oft á tíðum áttað sig á breyttu heilsufari þegar það er í heimavinnu langtímum saman.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um myglusvepp á vinnustöðum. Einkennin ekki ólík einkennum Covid Æ oftar heyrum við af því að rakaskemmdir finnast á vinnustöðum. Og jafnvel vinnustöðum sem einnig hafa áhrif á börn. Atriði sem sýnt var í áramótaskaupinu er ágætis dæmi um hvernig rakaskemmdir í skóla geta haft áhrif á bæði fullorðna og börn. En hver eru helstu einkenni myglusvepps á vinnustöðum? „Ýmis einkenni geta komið fram eins og flensulík einkenni, orkuleysi, þreyta, öndunarfæraeinkenni eða sýkingar, hálssærindi, ennis- og kinnholubólgur, höfuðverkir, útbrot og húðvandi, jafnvel stirðleiki og verkir í liðum,“ segir Sylgja sem þó segir einkenni afar mismunandi hjá fólki. Sumir finni mikið fyrir einkennum og aðrir jafnvel ekki. „Það er mikilvægt að nefna að einkenni hvers og eins geta verið mismunandi og koma mis sterkt fram. Reynslan hefur sýnt að þeir sem eru lengur útsettir eða eiga sögu um fyrri reynslu af rakaskemmdum finna fyrr fyrir einkennum. Síðan virðist vera að ákveðið hlutfall fólks finnur til verulegra einkenna, jafnvel veikinda á meðan aðrir finna það síður.“ Og þá er það Covid. Það sem er eftirtektarvert er að þessi einkenni eru keimlík langvinnum covid einkennum sem margir virðast glíma við eftir veirusýkingar. Það gæti verið vísbending um að svipuð kerfi eða ferlar fari af stað í líkamanum, en það verður áhugavert að fylgjast með rannsóknum í framtíðinni varðandi það.“ Sylgja segir þó að möguleg geti heimsfaraldurinn á endanum haft áhrif til góðs. „Átök okkar við Covid hafa enn frekar sýnt okkur hversu mikilvægt er að tryggja góða loftræsingu. Þar sem loftræsting er góð og loftskipti tryggð, verður uppsöfnun örvera og efna minni í innilofti og smit þá fátíðari. Þannig að aukin loftskipti, gott viðhald og hreinsun á loftræsibúnaði bætir loftgæði.“ Æ oftar birta fjölmiðlar fréttir um vinnustaði þar sem myglusveppur hefur fundist. Sumir þessara vinnustaða hafa áhrif á bæði fullorðna og börn, eins og atriði í Áramótaskaupinu 2021 sýndi. Myglusveppur hefur til að mynda fundist í Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Tækniskólanum, Nesskóla og Fossvogsskóla. Góð loftgæði sérstaklega mikilvæg á Íslandi Sylgja segir skipta máli fyrir alla að vera í góðum loftgæðum. Rétt eins og það skiptir máli fyrir heilsuna að fá góða næringu. „Hvaða kvillar og sjúkdómar sem koma fram ráðast af einhverju eða miklu leyti af því í hvaða umhverfi við erum, hvað við látum ofan í okkur, hreyfingu og hegðun.“ Þannig segir Sylgja góð loftgæði í raun atriði sem bætir heilsu og vellíðan allra. Ekki síst á Íslandi þar sem útivera er kannski minni en í heitari löndum. Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og því eru loftgæði innandyra einn stærsti áhrifaþáttur á heilsu í okkar umhverfi. Loftgæði samanstanda af ögnum, örverum og afleiðuefnum frá starfsemi í byggingu og ástandi.“ Það sem hefur áhrif á loftgæði eru hverjir nota bygginguna, það hefur áhrif á styrk eða samsetningu til dæmis örvera, bakteríaog rokgjarnra efna. Þá skiptir máli í hvaða ástandi byggingin er og hvort þar séu lekar eða rakaskemmdir. Það hvaða efni eru notuð við ræstingu skiptir líka máli og eins þrif og endurbætur. Sylgja segir samt mikilvægt að skrifa ekki allt á mögulegan myglusvepp. „Óþægindi vegna kulda er ekki það sama og að fá sýkingar eða orkuleysi.“ Starfsfólk áttar sig á betri heilsu eftir flutning Sylgja segir að oft átti fólk sig á því eftir að vinnustaður hefur flutt sig um set, að því líður betur. „Ég hef ósjaldan fengið upplýsingar frá fólki sem taldi sig ekki finna til einkenna á rakaskemmdum vinnustað, það hefur samband og segir mér frá því að slenið, þreytan og vægi höfuðverkurinn sé horfinn eftir flutninga eða viðgerðir. Viðvarandi verkur sé horfinn og einbeiting sé betri. Þetta er fólk sem áttaði sig ekki á því að slæm loftgæði voru mögulega að hafa áhrif á þeirra vellíðan.“ Þetta segir hún skýrt dæmi um hversu mikilvæg góð loftgæði eru á vinnustöðum. Einkenni þar koma oft hægar fram en á móti kemur að oft starfar fólk lengi á sama vinnustað. „Mín reynsla eftir ráðgjöf í þessum málum síðustu sextán ár er að því lengri viðvera sem einstaklingur á í rakaskemmdu húsnæði og því nær upptökum því meiri líkur eru á einkennum. Því miður þá eru fáar rannsóknir sem skoða þetta í þessu samhengi.“ „Einstaklingur sem býr í rakaskemmdu húsnæði virðist í einhverjum tilfellum finna fyrr til einkenna en aðrir á vinnustað. Viðvera á vinnustað er þó oftast minni en á heimili og því koma einkenni að því er virðist hægar fram,“ segir Sylgja og bætir við: „Í verstu tilfellum sem ég þekki er fólk með langvinn einkenni einhverjum árum seinna. Sem betur fer er það í fæstum tilfellum og sé brugðist rétt við á vinnustað þá er það öllum til heilla.“ Sylgja segist oft hafa heyrt í fólki sem áttaði sig á því eftir að vinnustaðurinn þeirra flutti að heilsan batnaði til muna. Þá segir hún góð loftgæði skipta verulega miklu máli á íslenskum vinnustöðum enda verjum við 90% af tímanum okkar inni.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Einkenni myglusvepps misskilin sem kulnun Sylgja segir það geta verið áskorun fyrir stjórnendur að meta hvort það séu vandamál með loftgæði eða rakaskemmdir á vinnustað. Miklu skipti þó að stjórnendur leggi við hlustir, ef starfsfólk kemur með athugasemdir varðandi líðan, aðstöðu eða loftgæðin. Því í þessum upplýsingum leynist oft vísbendingar. „Við úttektir þá er áhugavert að sjá að oftar en ekki þá reynast vandamálin vera til staðar í byggingunni þar sem starfsfólk hefur gert athugasemdir. Þá má eitthvað betur fara til dæmis loftræsing, efnisval eða viðhald. Það eru ekki bara rakaskemmdir og mygla sem valda einkennum og hafa áhrif á loftgæði.“ Almennt segir Sylgja vilja til þess hjá vinnuveitendum að starfsfólki líði vel enda flestir stjórnendur meðvitaðir um að dýrmætasta auðlindin felist í mannauðinum. Að tryggja góð loftgæði sé liður í því að tryggja starfsfólki öruggar aðstæður og gott vinnuumhverfi. „Þeir sem vinna innandyra hafa venjulega lítið val um það húsnæði sem þeir dvelja í og eru oft fastir við ákveðnar starfsstöðvar.“ Að þessu sögðu bendir Sylgja til dæmis á að innivistaráætlun ætti að vera til staðar á hverjum vinnustað. „Þar er farið yfir þau atriði sem eru mikilvæg heilsu og vellíðan starfsfólks og hvernig skuli meðhöndla athugasemdir, hvernig skuli bregðast við frávikum og ekki síst hvernig má fyrirbyggja vandamál og tryggja góða innivist.“ En er einhver leið fyrir stjórnendur að meta hvort ástæða er til úttektar eða frekari skoðunar? „Mín reynsla er sú að það er jafnvel erfitt að meta það út frá veikindadögum hvort loftgæði séu slæm eða að hafa áhrif því við Íslendingar virðumst mæta í vinnu með einkenni og slen. Starfsfólk sem finnur til einkenna er oft þannig að það vill síður vera til vandræða, eins og sumir upplifa sig , sem gera athugasemdir við loftgæði. Þá segir Sylgja dæmi um að einkenni séu misskilin sem kulnun. Starfsfólk mætir í vinnu þreytt og með einkenni, þangað til orkan er búin og verkir og einkenni buga einstaklinginn. Þessir einstaklingar hafa stundum verið greindir með kulnun, þegar það var í raun húsnæðið en ekki vinnan sjálf sem var orsakavandinn. Þannig sumir fá heilsubót við að fara úr húsnæðinu, en sömu einkenni gera vart við sig aftur ef þeir mæta í sama húsnæði. Aðrir sem hafa verið taldir með kulnun, hafa losnað alveg við þá greiningu við að starf þeirra sé flutt í nýtt húsnæði.“ Að sögn Sylgju geta slæm loftgæði þó ýtt undir kulnun enda álag að vera veikur í vinnu um langa hríð, þó að reyna að standa sína pligt í vinnunni. Aftur bendir Sylgja á hvað innivistaráætlun getur verið mikilvæg. „Ég tel líklegt að það mætti minnka kulnunarvandamálið hérlendis með að huga betur að innivist,hljóðvist, lýsingu, loftgæðum og viðhaldi á byggingum. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr álagi eða félagslegum aðstæðum á vinnustað. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem þarf að huga að á heilsueflandi vinnustað.“ Þess má geta að næstkomandi föstudag stendur Vinnueftirlitið fyrir málstofu um rakaskemmdir og innivist á vinnustöðum og þar mun Sylgja ræða nánar um innivist. Málstofunni er streymt og er öllum opin, sjá nánar hér. Það sem stjórnendur þurfa að hafa í huga Í verstu tilfellum geta einstaklingar ekki snúið aftur á vinnustað þrátt fyrir viðgerðir. Sylgja segir það skýrast af því að enn sem komið er, þekkjum við orsakasamhengið ekki nógu vel til að vita ástæðuna að baki. „En rakaskemmd í húsum leiðir til þess að ýmsar agnir, efni og örverur safnast fyrir í auknum mæli og samanlagt í þessari örveru- og efnasúpu virðast þessi áhrif koma fram.“ Þá segir Sylgja að ef viðgerðum er ábótavant eða agnir og efni loði við húsbúnað á vinnustað, hverfa einkenni ekki hjá starfsfólki. „Í einhverjum tilfellum er eina leið þessa fólks að snúa aftur út á vinnumarkað, að skipta um vinnustað eða fá aðstöðu í öðru húsnæði eða að húsbúnaður verði endurnýjaður. Þetta er erfið staðreynd og mikil áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur.“ Sylgja segir áskorun sem þessa í reynd svo stóra, að vinnustaðir verði að vera með viðbragðsferla til staðar. „Þeir vinnustaðir sem hafa staðið í þessum vanda hafa nefnt að rakaskemmdir og veikindi starfsmanna af þeim völdum sé ein stærsta mannauðsáskorun þeirra fyrirtækis, fyrr og síðar. Það eru í einhverjum tilfellum orð að sönnu og því mikilvægt að það séu til viðbragðsferlar.“ Loks tekur Sylgja saman nokkur atriði sem hún segir mikilvægast fyrir stjórnendur að hafa í huga. Bygging, atriði sem mætti hafa í gátlistum: Loftræsing, ef það er loftræsikerfi til staðar þarf að þjónusta það vel, fylgjast með stillingum, loftflæði, skipta um síur og hreinsa kerfið reglulega. Það er meiri áskorun að hafa góð loftgæði þar sem ekki eru stýrð loftræsikerfi en þá þarf að opna glugga og skipta útilofti inn fyrir inniloft reglulega. Viðhald, stöðva leka og raka. Bregðast við með því að fjarlægja rakaskemmd efni innandyra eftir ákveðnum verkferlum. Skimun fyrir rakaskemmdum, lekum eða vatnstjónum; leki frá vatns- eða kaffivélum er algengur. Fá fagaðila sé einhver vafi um ástand. Efni, sem eru notuð í húsbúnað, innréttingar og gólfefni. Velja vistvænt, heilnæmt og þannig að sé auðvelt að rykhreinsa. Fylgja vottunum og athuga að vistvænt er ekki endilega heilnæmt. Efni sem eru notuð við ræstingar og þrif. Nota vistvæn, heilnæm ilmefnalaus efni. Þrif, rykhreinsun og umgengni á vinnustað. Starfsfólk, mögulegar neikvæðar afleiðingar af slæmum loftgæðum: Framlegð minnkar Veikindadögum fjölgar Starfsánægja minnkar Kvíði eða þunglyndi gerir vart við sig, kvíði fyrir að mæta í vinnuna Félagsleg einangrun Heilsa Vinnustaðurinn Stjórnun Húsnæðismál Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans. 30. júní 2021 10:51 Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. 19. febrúar 2018 22:59 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Íslandsbanki flýr myglusvepp 16. apríl 2016 19:42 Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Það er oft hægt að sjá ákveðið mynstur í einkennum ef loftgæði á vinnustað eru slæm, einkenni aukast á mánudegi og eru oft verst í lok dags og enn verri þegar líður á vikuna. Síðan minnka eða hverfa einkenni og eru jafnvel farin á sunnudagskvöldi. Einnig finnur fólk þessi einkenni minnka eða hverfa í fríum,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá Eflu um það hvernig sumt fólk upplifir áhrif myglusvepps á vinnustað. Sem Covid er mögulega stundum að koma upp um. „Eitt af því sem fylgir nýrri heimsmynd er að starfsfólk hefur oft á tíðum áttað sig á breyttu heilsufari þegar það er í heimavinnu langtímum saman.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um myglusvepp á vinnustöðum. Einkennin ekki ólík einkennum Covid Æ oftar heyrum við af því að rakaskemmdir finnast á vinnustöðum. Og jafnvel vinnustöðum sem einnig hafa áhrif á börn. Atriði sem sýnt var í áramótaskaupinu er ágætis dæmi um hvernig rakaskemmdir í skóla geta haft áhrif á bæði fullorðna og börn. En hver eru helstu einkenni myglusvepps á vinnustöðum? „Ýmis einkenni geta komið fram eins og flensulík einkenni, orkuleysi, þreyta, öndunarfæraeinkenni eða sýkingar, hálssærindi, ennis- og kinnholubólgur, höfuðverkir, útbrot og húðvandi, jafnvel stirðleiki og verkir í liðum,“ segir Sylgja sem þó segir einkenni afar mismunandi hjá fólki. Sumir finni mikið fyrir einkennum og aðrir jafnvel ekki. „Það er mikilvægt að nefna að einkenni hvers og eins geta verið mismunandi og koma mis sterkt fram. Reynslan hefur sýnt að þeir sem eru lengur útsettir eða eiga sögu um fyrri reynslu af rakaskemmdum finna fyrr fyrir einkennum. Síðan virðist vera að ákveðið hlutfall fólks finnur til verulegra einkenna, jafnvel veikinda á meðan aðrir finna það síður.“ Og þá er það Covid. Það sem er eftirtektarvert er að þessi einkenni eru keimlík langvinnum covid einkennum sem margir virðast glíma við eftir veirusýkingar. Það gæti verið vísbending um að svipuð kerfi eða ferlar fari af stað í líkamanum, en það verður áhugavert að fylgjast með rannsóknum í framtíðinni varðandi það.“ Sylgja segir þó að möguleg geti heimsfaraldurinn á endanum haft áhrif til góðs. „Átök okkar við Covid hafa enn frekar sýnt okkur hversu mikilvægt er að tryggja góða loftræsingu. Þar sem loftræsting er góð og loftskipti tryggð, verður uppsöfnun örvera og efna minni í innilofti og smit þá fátíðari. Þannig að aukin loftskipti, gott viðhald og hreinsun á loftræsibúnaði bætir loftgæði.“ Æ oftar birta fjölmiðlar fréttir um vinnustaði þar sem myglusveppur hefur fundist. Sumir þessara vinnustaða hafa áhrif á bæði fullorðna og börn, eins og atriði í Áramótaskaupinu 2021 sýndi. Myglusveppur hefur til að mynda fundist í Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Tækniskólanum, Nesskóla og Fossvogsskóla. Góð loftgæði sérstaklega mikilvæg á Íslandi Sylgja segir skipta máli fyrir alla að vera í góðum loftgæðum. Rétt eins og það skiptir máli fyrir heilsuna að fá góða næringu. „Hvaða kvillar og sjúkdómar sem koma fram ráðast af einhverju eða miklu leyti af því í hvaða umhverfi við erum, hvað við látum ofan í okkur, hreyfingu og hegðun.“ Þannig segir Sylgja góð loftgæði í raun atriði sem bætir heilsu og vellíðan allra. Ekki síst á Íslandi þar sem útivera er kannski minni en í heitari löndum. Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og því eru loftgæði innandyra einn stærsti áhrifaþáttur á heilsu í okkar umhverfi. Loftgæði samanstanda af ögnum, örverum og afleiðuefnum frá starfsemi í byggingu og ástandi.“ Það sem hefur áhrif á loftgæði eru hverjir nota bygginguna, það hefur áhrif á styrk eða samsetningu til dæmis örvera, bakteríaog rokgjarnra efna. Þá skiptir máli í hvaða ástandi byggingin er og hvort þar séu lekar eða rakaskemmdir. Það hvaða efni eru notuð við ræstingu skiptir líka máli og eins þrif og endurbætur. Sylgja segir samt mikilvægt að skrifa ekki allt á mögulegan myglusvepp. „Óþægindi vegna kulda er ekki það sama og að fá sýkingar eða orkuleysi.“ Starfsfólk áttar sig á betri heilsu eftir flutning Sylgja segir að oft átti fólk sig á því eftir að vinnustaður hefur flutt sig um set, að því líður betur. „Ég hef ósjaldan fengið upplýsingar frá fólki sem taldi sig ekki finna til einkenna á rakaskemmdum vinnustað, það hefur samband og segir mér frá því að slenið, þreytan og vægi höfuðverkurinn sé horfinn eftir flutninga eða viðgerðir. Viðvarandi verkur sé horfinn og einbeiting sé betri. Þetta er fólk sem áttaði sig ekki á því að slæm loftgæði voru mögulega að hafa áhrif á þeirra vellíðan.“ Þetta segir hún skýrt dæmi um hversu mikilvæg góð loftgæði eru á vinnustöðum. Einkenni þar koma oft hægar fram en á móti kemur að oft starfar fólk lengi á sama vinnustað. „Mín reynsla eftir ráðgjöf í þessum málum síðustu sextán ár er að því lengri viðvera sem einstaklingur á í rakaskemmdu húsnæði og því nær upptökum því meiri líkur eru á einkennum. Því miður þá eru fáar rannsóknir sem skoða þetta í þessu samhengi.“ „Einstaklingur sem býr í rakaskemmdu húsnæði virðist í einhverjum tilfellum finna fyrr til einkenna en aðrir á vinnustað. Viðvera á vinnustað er þó oftast minni en á heimili og því koma einkenni að því er virðist hægar fram,“ segir Sylgja og bætir við: „Í verstu tilfellum sem ég þekki er fólk með langvinn einkenni einhverjum árum seinna. Sem betur fer er það í fæstum tilfellum og sé brugðist rétt við á vinnustað þá er það öllum til heilla.“ Sylgja segist oft hafa heyrt í fólki sem áttaði sig á því eftir að vinnustaðurinn þeirra flutti að heilsan batnaði til muna. Þá segir hún góð loftgæði skipta verulega miklu máli á íslenskum vinnustöðum enda verjum við 90% af tímanum okkar inni.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Einkenni myglusvepps misskilin sem kulnun Sylgja segir það geta verið áskorun fyrir stjórnendur að meta hvort það séu vandamál með loftgæði eða rakaskemmdir á vinnustað. Miklu skipti þó að stjórnendur leggi við hlustir, ef starfsfólk kemur með athugasemdir varðandi líðan, aðstöðu eða loftgæðin. Því í þessum upplýsingum leynist oft vísbendingar. „Við úttektir þá er áhugavert að sjá að oftar en ekki þá reynast vandamálin vera til staðar í byggingunni þar sem starfsfólk hefur gert athugasemdir. Þá má eitthvað betur fara til dæmis loftræsing, efnisval eða viðhald. Það eru ekki bara rakaskemmdir og mygla sem valda einkennum og hafa áhrif á loftgæði.“ Almennt segir Sylgja vilja til þess hjá vinnuveitendum að starfsfólki líði vel enda flestir stjórnendur meðvitaðir um að dýrmætasta auðlindin felist í mannauðinum. Að tryggja góð loftgæði sé liður í því að tryggja starfsfólki öruggar aðstæður og gott vinnuumhverfi. „Þeir sem vinna innandyra hafa venjulega lítið val um það húsnæði sem þeir dvelja í og eru oft fastir við ákveðnar starfsstöðvar.“ Að þessu sögðu bendir Sylgja til dæmis á að innivistaráætlun ætti að vera til staðar á hverjum vinnustað. „Þar er farið yfir þau atriði sem eru mikilvæg heilsu og vellíðan starfsfólks og hvernig skuli meðhöndla athugasemdir, hvernig skuli bregðast við frávikum og ekki síst hvernig má fyrirbyggja vandamál og tryggja góða innivist.“ En er einhver leið fyrir stjórnendur að meta hvort ástæða er til úttektar eða frekari skoðunar? „Mín reynsla er sú að það er jafnvel erfitt að meta það út frá veikindadögum hvort loftgæði séu slæm eða að hafa áhrif því við Íslendingar virðumst mæta í vinnu með einkenni og slen. Starfsfólk sem finnur til einkenna er oft þannig að það vill síður vera til vandræða, eins og sumir upplifa sig , sem gera athugasemdir við loftgæði. Þá segir Sylgja dæmi um að einkenni séu misskilin sem kulnun. Starfsfólk mætir í vinnu þreytt og með einkenni, þangað til orkan er búin og verkir og einkenni buga einstaklinginn. Þessir einstaklingar hafa stundum verið greindir með kulnun, þegar það var í raun húsnæðið en ekki vinnan sjálf sem var orsakavandinn. Þannig sumir fá heilsubót við að fara úr húsnæðinu, en sömu einkenni gera vart við sig aftur ef þeir mæta í sama húsnæði. Aðrir sem hafa verið taldir með kulnun, hafa losnað alveg við þá greiningu við að starf þeirra sé flutt í nýtt húsnæði.“ Að sögn Sylgju geta slæm loftgæði þó ýtt undir kulnun enda álag að vera veikur í vinnu um langa hríð, þó að reyna að standa sína pligt í vinnunni. Aftur bendir Sylgja á hvað innivistaráætlun getur verið mikilvæg. „Ég tel líklegt að það mætti minnka kulnunarvandamálið hérlendis með að huga betur að innivist,hljóðvist, lýsingu, loftgæðum og viðhaldi á byggingum. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr álagi eða félagslegum aðstæðum á vinnustað. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem þarf að huga að á heilsueflandi vinnustað.“ Þess má geta að næstkomandi föstudag stendur Vinnueftirlitið fyrir málstofu um rakaskemmdir og innivist á vinnustöðum og þar mun Sylgja ræða nánar um innivist. Málstofunni er streymt og er öllum opin, sjá nánar hér. Það sem stjórnendur þurfa að hafa í huga Í verstu tilfellum geta einstaklingar ekki snúið aftur á vinnustað þrátt fyrir viðgerðir. Sylgja segir það skýrast af því að enn sem komið er, þekkjum við orsakasamhengið ekki nógu vel til að vita ástæðuna að baki. „En rakaskemmd í húsum leiðir til þess að ýmsar agnir, efni og örverur safnast fyrir í auknum mæli og samanlagt í þessari örveru- og efnasúpu virðast þessi áhrif koma fram.“ Þá segir Sylgja að ef viðgerðum er ábótavant eða agnir og efni loði við húsbúnað á vinnustað, hverfa einkenni ekki hjá starfsfólki. „Í einhverjum tilfellum er eina leið þessa fólks að snúa aftur út á vinnumarkað, að skipta um vinnustað eða fá aðstöðu í öðru húsnæði eða að húsbúnaður verði endurnýjaður. Þetta er erfið staðreynd og mikil áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur.“ Sylgja segir áskorun sem þessa í reynd svo stóra, að vinnustaðir verði að vera með viðbragðsferla til staðar. „Þeir vinnustaðir sem hafa staðið í þessum vanda hafa nefnt að rakaskemmdir og veikindi starfsmanna af þeim völdum sé ein stærsta mannauðsáskorun þeirra fyrirtækis, fyrr og síðar. Það eru í einhverjum tilfellum orð að sönnu og því mikilvægt að það séu til viðbragðsferlar.“ Loks tekur Sylgja saman nokkur atriði sem hún segir mikilvægast fyrir stjórnendur að hafa í huga. Bygging, atriði sem mætti hafa í gátlistum: Loftræsing, ef það er loftræsikerfi til staðar þarf að þjónusta það vel, fylgjast með stillingum, loftflæði, skipta um síur og hreinsa kerfið reglulega. Það er meiri áskorun að hafa góð loftgæði þar sem ekki eru stýrð loftræsikerfi en þá þarf að opna glugga og skipta útilofti inn fyrir inniloft reglulega. Viðhald, stöðva leka og raka. Bregðast við með því að fjarlægja rakaskemmd efni innandyra eftir ákveðnum verkferlum. Skimun fyrir rakaskemmdum, lekum eða vatnstjónum; leki frá vatns- eða kaffivélum er algengur. Fá fagaðila sé einhver vafi um ástand. Efni, sem eru notuð í húsbúnað, innréttingar og gólfefni. Velja vistvænt, heilnæmt og þannig að sé auðvelt að rykhreinsa. Fylgja vottunum og athuga að vistvænt er ekki endilega heilnæmt. Efni sem eru notuð við ræstingar og þrif. Nota vistvæn, heilnæm ilmefnalaus efni. Þrif, rykhreinsun og umgengni á vinnustað. Starfsfólk, mögulegar neikvæðar afleiðingar af slæmum loftgæðum: Framlegð minnkar Veikindadögum fjölgar Starfsánægja minnkar Kvíði eða þunglyndi gerir vart við sig, kvíði fyrir að mæta í vinnuna Félagsleg einangrun
Heilsa Vinnustaðurinn Stjórnun Húsnæðismál Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans. 30. júní 2021 10:51 Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. 19. febrúar 2018 22:59 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Íslandsbanki flýr myglusvepp 16. apríl 2016 19:42 Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans. 30. júní 2021 10:51
Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. 19. febrúar 2018 22:59
Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15
Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51