Arion banki – úlfur í sauðagæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 13. janúar 2022 14:00 Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Íslenskir bankar Reykjanesbær Tómas Guðbjartsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun