Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 15:28 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum. Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum.
Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24