LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 18:02 LeBron James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leik Los Angeles Lakers og Denver Nuggets í gær. Justin Ford/Getty Images LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla. Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla.
Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn