Magnús Guðmundsson er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 19:54 Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum og fimm sinnum í golfi. Hann vann til Íslandsmeistaratitils í báðum íþróttum árið 1958. Akureyri.net Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær. Akureyri.net greinir frá andláti Magnúsar, sem varð á íþróttaferli sínum margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum. Á seinni árum bjó Magnús í Bandaríkjunum, fyrst í Idaho-ríki en síðar í Montana. Magnús var fæddur 30. maí 1933 á Siglufirði, en var alinn upp á Akureyri. Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1952, þá 19 ára gamall. Árið 1955 flutti hann á til Bandaríkjanna í tvö ár. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti hann síðan varanlega vestur um haf, þar sem hann fékkst meðal annars við skíðakennslu. Magnúsi var margt til lista lagt, en auk þess að verða fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum varð hann jafn oft Íslandsmeistari í golfi. Árið 1958 varð hann Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, þá í bruni og alpaþríkeppni. Magnús var tvígiftur. Með fyrri eiginkonu sinni, Vicky Guðmundsson, eignaðist hann tvö börn, þau Marcus og Erica. Síðari eiginkona Magnúsar er Susy Guðmundsson, sem lifir Magnús. Á Akureyri.net er stiklað á stóru yfir íþróttaferil Magnúsar, þar segir meðal annars um sigur hans á Íslandsmeistaramótinu í golfi árið 1964: „Eftirminnilegasta sigurinn á Íslandsmótinu í golfi vann Magnús árið 1964 í Vestmannaeyjum þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallarins og sigraði með fáheyrðum yfirburðum. Magnús lék á 270 höggum og vann með 25 högga mun. Næstu tveir léku á 295! Íslandsmót vannst ekki með sömu yfirburðum á ný fyrr en tæpri hálfri öld síðar; Birgir Leifur Hafþórsson lék þá á 10 höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari.“ Andlát Akureyri Skíðaíþróttir Golf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Akureyri.net greinir frá andláti Magnúsar, sem varð á íþróttaferli sínum margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum. Á seinni árum bjó Magnús í Bandaríkjunum, fyrst í Idaho-ríki en síðar í Montana. Magnús var fæddur 30. maí 1933 á Siglufirði, en var alinn upp á Akureyri. Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1952, þá 19 ára gamall. Árið 1955 flutti hann á til Bandaríkjanna í tvö ár. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti hann síðan varanlega vestur um haf, þar sem hann fékkst meðal annars við skíðakennslu. Magnúsi var margt til lista lagt, en auk þess að verða fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum varð hann jafn oft Íslandsmeistari í golfi. Árið 1958 varð hann Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, þá í bruni og alpaþríkeppni. Magnús var tvígiftur. Með fyrri eiginkonu sinni, Vicky Guðmundsson, eignaðist hann tvö börn, þau Marcus og Erica. Síðari eiginkona Magnúsar er Susy Guðmundsson, sem lifir Magnús. Á Akureyri.net er stiklað á stóru yfir íþróttaferil Magnúsar, þar segir meðal annars um sigur hans á Íslandsmeistaramótinu í golfi árið 1964: „Eftirminnilegasta sigurinn á Íslandsmótinu í golfi vann Magnús árið 1964 í Vestmannaeyjum þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallarins og sigraði með fáheyrðum yfirburðum. Magnús lék á 270 höggum og vann með 25 högga mun. Næstu tveir léku á 295! Íslandsmót vannst ekki með sömu yfirburðum á ný fyrr en tæpri hálfri öld síðar; Birgir Leifur Hafþórsson lék þá á 10 höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari.“
Andlát Akureyri Skíðaíþróttir Golf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira