Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:30 Darius Garland var frábær í sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets í kvöld. EFE/MICHAEL REYNOLDS Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira