Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:56 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti. Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira