Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:56 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti. Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira