Hreiður eftir Hlyn Pálmason valin á Berlinale Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2022 09:30 Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni Hreiður. Ljósmyndina af leikstjóranum tók Hildur Ýr Ómarsdóttir en til hægri er stilla úr myndinni. Samsett Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hátíðin fangar 72 ára afmæli sínu nú snemma í febrúar. Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe. Fyrri verk Hlyns hafa verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðunum Cannes, Locarno og Toronto, og unnið til fjölda verðlauna víðsvegar um heiminn. Stuttmyndin Sjö bátar hóf ferðalag sitt í Toronto árið 2014, kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017, og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Critics' Week á Cannes árið 2019. Fyrr í vikunni var tilkynnt að kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Berdreymi, var einnig valin inn á Berlinale. Join Motion Pictures verður því með tvö íslensk verk á hátíðinni í ár. Íslensku sjónvarpsþættirnir Svörtu sandar verða einnig sýndir á hátíðinni, en þeir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe. Fyrri verk Hlyns hafa verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðunum Cannes, Locarno og Toronto, og unnið til fjölda verðlauna víðsvegar um heiminn. Stuttmyndin Sjö bátar hóf ferðalag sitt í Toronto árið 2014, kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017, og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Critics' Week á Cannes árið 2019. Fyrr í vikunni var tilkynnt að kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Berdreymi, var einnig valin inn á Berlinale. Join Motion Pictures verður því með tvö íslensk verk á hátíðinni í ár. Íslensku sjónvarpsþættirnir Svörtu sandar verða einnig sýndir á hátíðinni, en þeir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42
Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02