Hæstiréttur brást vonum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 12:37 Donald Trump skipaði þrjá hæstaréttardómara en enginn þeirra virðist hafa verið sammála málflutningi verjenda hans. AP/Mariam Zuhaib Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira