Flytjum út mengun Þorsteinn Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 18:31 Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Orkumál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar