Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 09:16 Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði. Vísir/Vilhelm Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira