Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2022 14:07 Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi. RÚV Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður. „Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
„Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10
Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn