Fjarðabyggð góður fjárfestingarkostur Ragnar Sigurðsson skrifar 21. janúar 2022 14:30 Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Ragnar Sigurðsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar