Blasir við að stefni í afléttingar Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 11:51 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis. Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira