Samtök atvinnulífsins, takið þátt í að tryggja börnum aðflutts verkafólks jöfn tækifæri Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2022 10:31 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Íslenskt samfélag er ekkert frábrugðið öðrum í þessum efnum. Saga dönsku fótboltakonunnar Nadiu Nadim er áhrifarík. Hún er fædd í Afganistan en flúði stríðsátökin með fjölskyldu sinni eftir að pabbi hennar var drepinn af Talibönum þegar hún var aðeins 11 ára gömul. Hún hefur spilað fyrir PSG og Manchester City og skorað 200 mörk fyrir danska landsliðið í 99 landsleikjum. Nadia talar fjölmörg tungumál og náði þeim áfanga í vikunni að útskrifast sem læknir í Danmörku samhliða knattspyrnuferlinum. Uppruni afreksfólks er með ólíkum hætti. Okkar er að gæta þess að gefa öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Ákall um að fjölgun starfa sé mætt með aðfluttu vinnuafli Viðskiptablað Fréttablaðsins í umfjöllun yfir að fjölgun starfa yrði mætt að miklu leyti með aðfluttu vinnuafli. Vísað var í könnun sem Samtök atvinnulífsins lét gera, um framtíðarþörf vinnuafls og í hvaða greinum hún væri brýnust. Þær atvinnugreinar sem um ræðir eru mannvirkjagerð, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf. Þetta eru starfsgreinar sem nú eru að stórum hluta mannaðar með aðfluttuvinnuafli og sú hagsældaraukning sem atvinnulífið og þjóðarbúið í heild fær með atvinnuþátttöku þessa hóps er mikil. Það er mikilvæg staðreynd sem vert er að halda á lofti. Ýjað er að því í fréttinni að erfitt sé fyrir íslensk fyrirtæki að manna störf þrátt fyrir atvinnuleysi og að atvinnulífið muni þurfa á erlendu vinnuafli að halda samhliða fjölgun starfa og bættu efnahagsástandi næstu misserin. Við þurfum fleira fólk, fleiri vinnandi hendur. Með aukinni hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna eiga bæði fjölskyldur og börn. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir festa rætur. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál en íslensku. Á árunum 2016-2020 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku um 1.262 börn í grunnskólum borgarinnar sem er 75% fjölgun á tímabilinu. Þessi hópur er sívaxandi og er brýnt að skapa samfélag þar sem öll börn njóta jafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín og búa þeim sem bestan hag fyrir framtíðina. Veita þeim öryggi, góða menntun og jöfn tækifæri. Lykilinn að íslensku samfélagi Við sem samfélag berum ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Þá á ég ekki eingöngu við hið opinbera, ríki og sveitarfélög heldur líka Samtök atvinnulífsins. Þau kalla eftir fleiri vinnandi höndum til að viðhalda hagvexti, til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur eftir lægð síðustu ára en á sama tíma sýna rannsóknir hvert rauðblikkandi ljósið á fætur öðru. Fram hafa komið sláandi staðreyndir um stöðu, líðan og aðbúnað mjög mikilvægs hóps í verðmætasköpun samfélagsins. Rannsóknir sýna að konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag, vinna í fleiri en einu starfi til að ná endum saman og bera ríkari heimilisábyrgð. Þær eru líka í hættu á að enda í gildru fátæktar, sérstaklega einstæðar mæður af erlendum uppruna. Fram hefur líka komið fram að foreldrar barna sem ekki kunna nægilega góða íslensku eiga erfitt með styðja börnin sín í námi. Það er þröskuldur að sækja íslenskunámskeið að kvöldi vinnudags þegar tengslanet er ekkert til að gæta bús og barna eða þurfa leggja út fyrir 50 þúsund króna íslenskunámskeiði og þurfa að sækja um endurgreiðslu eftirá til stéttarfélags. Samtök atvinnulífsins bera ríkar samfélagslegar skyldur Þarna getur SA stigið mun fastar til jarðar en þau hafa gert. Þeirra samfélagslega ábyrgð er líka mikil en þau hafa tækifæri til að skapa umgjörð, stuðning og hvatningu fyrir sína félaga. Ég vil því hvetja SA að setja sér stefnu um hvernig þau geta búið betur að þessum hópi fólks til dæmis með því að bjóða upp gjaldfrjáls íslenskunámskeið og aðra samfélagslega fræðslu á vinnutíma. Þá er komið til móts við ólíkar þarfir og fleirum gefið færi á að taka þátt. Ávinningur beggja aðila er mikill, brú trausts verður til, gagnkvæm virðing og mikilvæg viðurkenning á þátttöku verður hvatning til frekari þátttöku í íslensku samfélagi. Atvinnulífið fær sterkari, upplýstari einstaklinga í vinnu, sem eru líklegri til að setjast hérna að í stað þess að halda heim aftur. Það er líka dýrt fyrir atvinnulífið að missa þjálfað fólk úr landi aftur. Það mikilvægasta sem ég sé er þessi dýrmæti hópur verður betur í stakk búinn til að styðja við samstarfsfélaga, fjölskyldu og síðast en ekki síst börnin sín, bæði í námi og starfi. Allir vinna. Saga Nadiu Mögnuð saga Nadiu gæti verið saga miklu fleiri. Skiptir engu um hvort um er að ræða landlaust flóttafólk eða börn sem fylgja foreldrum sínum eftir. Við þurfum að tryggja jöfn tækifæri fyrir öll börn sama hvaðan þau koma eða hvert móðurmálið þeirra er. Með því að styðja við aðflutt vinnuafl með markvissari hætti geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt af mörkum til að styrkja, hlúa að foreldrum barna erlendum uppruna og búa þeim í haginn fyrir framtíðina. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.- 13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Íslenskt samfélag er ekkert frábrugðið öðrum í þessum efnum. Saga dönsku fótboltakonunnar Nadiu Nadim er áhrifarík. Hún er fædd í Afganistan en flúði stríðsátökin með fjölskyldu sinni eftir að pabbi hennar var drepinn af Talibönum þegar hún var aðeins 11 ára gömul. Hún hefur spilað fyrir PSG og Manchester City og skorað 200 mörk fyrir danska landsliðið í 99 landsleikjum. Nadia talar fjölmörg tungumál og náði þeim áfanga í vikunni að útskrifast sem læknir í Danmörku samhliða knattspyrnuferlinum. Uppruni afreksfólks er með ólíkum hætti. Okkar er að gæta þess að gefa öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Ákall um að fjölgun starfa sé mætt með aðfluttu vinnuafli Viðskiptablað Fréttablaðsins í umfjöllun yfir að fjölgun starfa yrði mætt að miklu leyti með aðfluttu vinnuafli. Vísað var í könnun sem Samtök atvinnulífsins lét gera, um framtíðarþörf vinnuafls og í hvaða greinum hún væri brýnust. Þær atvinnugreinar sem um ræðir eru mannvirkjagerð, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf. Þetta eru starfsgreinar sem nú eru að stórum hluta mannaðar með aðfluttuvinnuafli og sú hagsældaraukning sem atvinnulífið og þjóðarbúið í heild fær með atvinnuþátttöku þessa hóps er mikil. Það er mikilvæg staðreynd sem vert er að halda á lofti. Ýjað er að því í fréttinni að erfitt sé fyrir íslensk fyrirtæki að manna störf þrátt fyrir atvinnuleysi og að atvinnulífið muni þurfa á erlendu vinnuafli að halda samhliða fjölgun starfa og bættu efnahagsástandi næstu misserin. Við þurfum fleira fólk, fleiri vinnandi hendur. Með aukinni hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna eiga bæði fjölskyldur og börn. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir festa rætur. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál en íslensku. Á árunum 2016-2020 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku um 1.262 börn í grunnskólum borgarinnar sem er 75% fjölgun á tímabilinu. Þessi hópur er sívaxandi og er brýnt að skapa samfélag þar sem öll börn njóta jafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín og búa þeim sem bestan hag fyrir framtíðina. Veita þeim öryggi, góða menntun og jöfn tækifæri. Lykilinn að íslensku samfélagi Við sem samfélag berum ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Þá á ég ekki eingöngu við hið opinbera, ríki og sveitarfélög heldur líka Samtök atvinnulífsins. Þau kalla eftir fleiri vinnandi höndum til að viðhalda hagvexti, til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur eftir lægð síðustu ára en á sama tíma sýna rannsóknir hvert rauðblikkandi ljósið á fætur öðru. Fram hafa komið sláandi staðreyndir um stöðu, líðan og aðbúnað mjög mikilvægs hóps í verðmætasköpun samfélagsins. Rannsóknir sýna að konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag, vinna í fleiri en einu starfi til að ná endum saman og bera ríkari heimilisábyrgð. Þær eru líka í hættu á að enda í gildru fátæktar, sérstaklega einstæðar mæður af erlendum uppruna. Fram hefur líka komið fram að foreldrar barna sem ekki kunna nægilega góða íslensku eiga erfitt með styðja börnin sín í námi. Það er þröskuldur að sækja íslenskunámskeið að kvöldi vinnudags þegar tengslanet er ekkert til að gæta bús og barna eða þurfa leggja út fyrir 50 þúsund króna íslenskunámskeiði og þurfa að sækja um endurgreiðslu eftirá til stéttarfélags. Samtök atvinnulífsins bera ríkar samfélagslegar skyldur Þarna getur SA stigið mun fastar til jarðar en þau hafa gert. Þeirra samfélagslega ábyrgð er líka mikil en þau hafa tækifæri til að skapa umgjörð, stuðning og hvatningu fyrir sína félaga. Ég vil því hvetja SA að setja sér stefnu um hvernig þau geta búið betur að þessum hópi fólks til dæmis með því að bjóða upp gjaldfrjáls íslenskunámskeið og aðra samfélagslega fræðslu á vinnutíma. Þá er komið til móts við ólíkar þarfir og fleirum gefið færi á að taka þátt. Ávinningur beggja aðila er mikill, brú trausts verður til, gagnkvæm virðing og mikilvæg viðurkenning á þátttöku verður hvatning til frekari þátttöku í íslensku samfélagi. Atvinnulífið fær sterkari, upplýstari einstaklinga í vinnu, sem eru líklegri til að setjast hérna að í stað þess að halda heim aftur. Það er líka dýrt fyrir atvinnulífið að missa þjálfað fólk úr landi aftur. Það mikilvægasta sem ég sé er þessi dýrmæti hópur verður betur í stakk búinn til að styðja við samstarfsfélaga, fjölskyldu og síðast en ekki síst börnin sín, bæði í námi og starfi. Allir vinna. Saga Nadiu Mögnuð saga Nadiu gæti verið saga miklu fleiri. Skiptir engu um hvort um er að ræða landlaust flóttafólk eða börn sem fylgja foreldrum sínum eftir. Við þurfum að tryggja jöfn tækifæri fyrir öll börn sama hvaðan þau koma eða hvert móðurmálið þeirra er. Með því að styðja við aðflutt vinnuafl með markvissari hætti geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt af mörkum til að styrkja, hlúa að foreldrum barna erlendum uppruna og búa þeim í haginn fyrir framtíðina. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.- 13. febrúar nk.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar