Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Guttormur Þorsteinsson skrifar 27. janúar 2022 07:31 Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Utanríkismál Úkraína Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun