Þetta verður snúnara næstu vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 16:53 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi málið í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var málshefjandi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43