Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 22:37 Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn. Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn.
Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28