Ósanngjörn hækkun lífeyristökualdurs Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:31 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun