Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 16:09 Teikning lögreglunnar í San Francisco af hinum meinta Doodler morðingja. Vísir/Twitter Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Morðin héldu samfélagi samkynhneigðra í San Francisco í heljargreipum á sínum tíma en fyrsta fórnarlambið fannst þann 27. janúar 1974. Síðastliðinn fimmtudag, nákvæmlega 48 árum síðar, tilkynnti lögreglan að þeir hefðu tvöfaldað verðlaunaféð fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans og lofar 200.000 dollurum fyrir haldbærar upplýsingar. Þessi staður í San Francisco hét áður Bo Jangles og var þekktur samkomustaður samkynhneigðra á áttunda áratugnum. Þar sást Klaus Christmann síðast en hann er eitt fórnarlamba Doodle raðmorðingjans.Vísir/Getty Ástæðan fyrir þessari stigmögnun er að lögreglan telur sig nú hafa vissu fyrir því að sjötta fórnarlambið hafi bæst í hóp þeirra sem Doodler morðinginn er grunaður um að hafa myrt. Áður var talið að fórnarlömbin væru fimm en lögreglan hefur nú bætt lögfræðingnum Warren Andrews í þann hóp en lík hans fannst árið 1975. Teiknaði myndir af fórnarlömbum Viðurnefnið Doodle fékk morðinginn þar sem hann er talinn hafa tælt fórnarlömb sín með því að teikna af þeim myndir á skemmtistöðum sem samkynhneigðir stunduðu, en orðið doodle þýðir að teikna eða skissa. Vitni lýstu manninum sem góðum listamanni. Hann hafi valið sér fórnarlamb og teiknað af því mynd. Hann hafi síðan sýnt viðkomandi teikninguna og hrósað fyrir útlit sitt. Fórnarlömbin yfirgáfu síðan staðina með manninum. Lík fórnarlambanna fundust á ströndum eða í görðum í vesturhluta San Francisco. Frá morðvettvangi í Golden Gate garðinum þar sem lík hins 27 ára gamla Joseph Stevens fannst í júní 1974.Vísir/Getty Á þessum tíma voru lög um „kynvillu“ víða enn við lýði og samkynhneigðir sóttu í félagsskap á á börum og skemmtistöðum. Strandir og garðar voru vinsælir staðir til samneytis og þar framdi Doodler raðmorðinginn glæpi sína. Ný sönnunargögn litið dagsins ljós Málið hafði verið svokallað kalt mál í fjöldamörg ár en árið 2017 tók rannsóknarlögreglumaðurinn Dan Cunningham skýrslur málsins úr hillum lögreglunnar og tveimur árum síðar birti lögreglan uppfærða mynd sem teiknuð hafði verið af hinum grunaða á áttunda áratugnum. Þá var tilkynnt um hundrað þúsund dollara verðlaunafé fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans. Getgátur um sjötta fórnarlambið komu fram í greinaflokki sem San Francisco Chronicle birti á síðasta ári þar sem morðið á lögfræðingnum Warren Andrews, sem myrtur var í apríl 1975, var rannsakað. Lík hans fannst á stað sem var vinsæll staður meðal samkynhneigðra til að hittast. Hann hafði þá verið barinn með steini og trjágrein og lést á sjúkrahúsi sjö vikum síðar af þeim völdum. Ocean Beach í San Fransisco þar sem lík eins fórnarlamba Doodler morðingjans fansnt í júlí 1974.Vísir/Getty Upphaflega tengdi lögreglan morðið á Andrews ekki við hin morðin sem Doodler morðinginn var grunaður um þar sem fyrri fórnarlömbin höfðu öll verið stungin til bana. Auk þess var Andrews ekki opinberlega kominn út úr skápnum þegar hann var myrtur. Lík hans fannst í garði þar sem vitað var að samkynnhneigðir karlmenn hittust oft á og lögreglan hefur staðfest að þeir telji að Andrews hafi verið myrtur af Doodler morðingjanum. Lögrelgan hefur fundið ný sönnunargögn sem tengjast morðinu á Warren Andrews og látið rannsaka þau með tillitli til mögulegra lífsýna. Þar að auki eru til rannsóknar vísbendingar frá austur- og suðurhluta Bandaríkjanna þar sem möguleiki er á að raðmorðinginn alræmdi hafi einnig framið morð. Rannsóknarlögreglumaðurinn Cunningham líkti rannsókninni við leik í ameríska fótboltanum. „Við byrjuðum með boltann á 1-2 jarda línunni við eigið mark og erum komin upp á miðjan völl núna.“ Það gæti því verið að þetta nærri hálfrar aldar gamla morðmál leyist á næstunni. Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Morðin héldu samfélagi samkynhneigðra í San Francisco í heljargreipum á sínum tíma en fyrsta fórnarlambið fannst þann 27. janúar 1974. Síðastliðinn fimmtudag, nákvæmlega 48 árum síðar, tilkynnti lögreglan að þeir hefðu tvöfaldað verðlaunaféð fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans og lofar 200.000 dollurum fyrir haldbærar upplýsingar. Þessi staður í San Francisco hét áður Bo Jangles og var þekktur samkomustaður samkynhneigðra á áttunda áratugnum. Þar sást Klaus Christmann síðast en hann er eitt fórnarlamba Doodle raðmorðingjans.Vísir/Getty Ástæðan fyrir þessari stigmögnun er að lögreglan telur sig nú hafa vissu fyrir því að sjötta fórnarlambið hafi bæst í hóp þeirra sem Doodler morðinginn er grunaður um að hafa myrt. Áður var talið að fórnarlömbin væru fimm en lögreglan hefur nú bætt lögfræðingnum Warren Andrews í þann hóp en lík hans fannst árið 1975. Teiknaði myndir af fórnarlömbum Viðurnefnið Doodle fékk morðinginn þar sem hann er talinn hafa tælt fórnarlömb sín með því að teikna af þeim myndir á skemmtistöðum sem samkynhneigðir stunduðu, en orðið doodle þýðir að teikna eða skissa. Vitni lýstu manninum sem góðum listamanni. Hann hafi valið sér fórnarlamb og teiknað af því mynd. Hann hafi síðan sýnt viðkomandi teikninguna og hrósað fyrir útlit sitt. Fórnarlömbin yfirgáfu síðan staðina með manninum. Lík fórnarlambanna fundust á ströndum eða í görðum í vesturhluta San Francisco. Frá morðvettvangi í Golden Gate garðinum þar sem lík hins 27 ára gamla Joseph Stevens fannst í júní 1974.Vísir/Getty Á þessum tíma voru lög um „kynvillu“ víða enn við lýði og samkynhneigðir sóttu í félagsskap á á börum og skemmtistöðum. Strandir og garðar voru vinsælir staðir til samneytis og þar framdi Doodler raðmorðinginn glæpi sína. Ný sönnunargögn litið dagsins ljós Málið hafði verið svokallað kalt mál í fjöldamörg ár en árið 2017 tók rannsóknarlögreglumaðurinn Dan Cunningham skýrslur málsins úr hillum lögreglunnar og tveimur árum síðar birti lögreglan uppfærða mynd sem teiknuð hafði verið af hinum grunaða á áttunda áratugnum. Þá var tilkynnt um hundrað þúsund dollara verðlaunafé fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans. Getgátur um sjötta fórnarlambið komu fram í greinaflokki sem San Francisco Chronicle birti á síðasta ári þar sem morðið á lögfræðingnum Warren Andrews, sem myrtur var í apríl 1975, var rannsakað. Lík hans fannst á stað sem var vinsæll staður meðal samkynhneigðra til að hittast. Hann hafði þá verið barinn með steini og trjágrein og lést á sjúkrahúsi sjö vikum síðar af þeim völdum. Ocean Beach í San Fransisco þar sem lík eins fórnarlamba Doodler morðingjans fansnt í júlí 1974.Vísir/Getty Upphaflega tengdi lögreglan morðið á Andrews ekki við hin morðin sem Doodler morðinginn var grunaður um þar sem fyrri fórnarlömbin höfðu öll verið stungin til bana. Auk þess var Andrews ekki opinberlega kominn út úr skápnum þegar hann var myrtur. Lík hans fannst í garði þar sem vitað var að samkynnhneigðir karlmenn hittust oft á og lögreglan hefur staðfest að þeir telji að Andrews hafi verið myrtur af Doodler morðingjanum. Lögrelgan hefur fundið ný sönnunargögn sem tengjast morðinu á Warren Andrews og látið rannsaka þau með tillitli til mögulegra lífsýna. Þar að auki eru til rannsóknar vísbendingar frá austur- og suðurhluta Bandaríkjanna þar sem möguleiki er á að raðmorðinginn alræmdi hafi einnig framið morð. Rannsóknarlögreglumaðurinn Cunningham líkti rannsókninni við leik í ameríska fótboltanum. „Við byrjuðum með boltann á 1-2 jarda línunni við eigið mark og erum komin upp á miðjan völl núna.“ Það gæti því verið að þetta nærri hálfrar aldar gamla morðmál leyist á næstunni.
Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira