Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 23:30 Kjartan Leifur Sigurðsson í FG og Jón Bjarni Snorrason í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59