Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:30 Goldberg hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Ghost. epa/Paul Buck Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti. Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022 Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira