Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 13:30 Tom Brady ætlar að taka sér tíma áður en hann ákveður sig. Getty/Dylan Buell/ Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022 NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira