Lífið í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:01 Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar