Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 15:27 Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Foto: Egill Aðalsteinsson/Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“ Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira