Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2022 23:11 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00