Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Luis Diaz í leiknum á móti Argentínu í undankeppni HM í nótt. Liðið varð helst að vinna á móti Messi lausu argentínsku liði sem var komið áfram en tókst ekki. AP/Gustavo Garello Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022 HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira