Fækkum bílum Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 3. febrúar 2022 13:31 Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skipulag Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Bílar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun