Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Íslenska handboltalandsliðið spilar mikilvægan heimaleik í umspili HM í apríl. Kolektiff Images/Getty Images Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, segir að það hangi á bláþræði að landsliðin í körfubolta og handbolta fái að leika heimaleiki sína í undankeppnum heimsmeistaramótanna á heimavelli í vor og sumar. „Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira
„Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira