Skekkjan og lausnin Drífa Snædal skrifar 4. febrúar 2022 12:00 Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Drífa Snædal Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun