Skekkjan og lausnin Drífa Snædal skrifar 4. febrúar 2022 12:00 Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Drífa Snædal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun