Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:59 Heimir Örn Árnason gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira