Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. „Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur. Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira