Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis greiðir fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun