Tuttugu fangaverði vantar til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2022 13:01 Fangaverðir segja að nú vanti um tuttugu fangaverði til starfa í fangelsum landsins, meðal annars á Litla Hrauni á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga. Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju. Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.
Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira