Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Donald og Melania Trump er þau yfirgáfu Hvíta húsið í síðasta sinn í desember 2020. EPA/Chris Kleponis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira