Katar Norðursins? Sabine Leskopf skrifar 9. febrúar 2022 09:57 Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Katar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun