Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 13:18 Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um mestu einstöku vaxtahækkunina frá því meginvextir tóku að hækka á ný í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08
Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30