Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2022 20:33 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Vísir Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira