Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 14:01 Joe Burrow með bikarinn sem Cincinnati Bengals fékk fyrir sigur í Ameríkudeildinni. AP/Charlie Riedel Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira
Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira