Veitur en ekki veitur! Íris Róbertsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Íris Róbertsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun